Katrín leiðir sósíalista í Reykjavík suður

Frambjóðendur Sósíalistaflokks Íslands.
Frambjóðendur Sósíalistaflokks Íslands. Samsett mynd

Katrín Baldursdóttir, atvinnulífsfræðingur, blaðamaður og kennari, leiðir lista Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavíkurkjördæmi suður. 

Stuðst var við slembival við val á lista hjá flokknum, að því er kemur fram í tilkynningu. Þar segir: 

„Slembivalinn hópur félaga í Sósíalistaflokknum raðar á lista flokksins fyrir kosningar. Reynslan hefur sýnt að niðurstaða slembivalina hópa gefur í flestum tilfellum skýrari mynd af vilja grasrótar en kosning eða prófkjör.“

Haft er eftir Katrínu í tilkynningu að listinn standi saman af fólki sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til að blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun. 

Símon Vestarr, bókmenntafræðingur, kennari, tónlistarmaður og faðir tveggja barna, skipar annað sæti listans og María Lilja Þrastardóttir Kemp, aðgerðasinni, skríbent og laganemi, það þriðja. 

Listinn í heild: 

 1. Katrín Baldursdóttir atvinnulífsfræðingur.
  2. Símon Vestarr Hjaltason kennari.
  3. María Lilja Þrastardóttir Kemp laganemi.
  4. Jón Kristinn Cortez tónlistarmaður.
  5. Ása Lind Finnbogadóttir framhaldsskólakennari.
  6. Jón Óskar Hafsteinsson myndlistarmaður.
  7. Sigrún Unnsteinsdóttir framkvæmdastjóri.
  8. Halldóra Jóhanna Hafsteinsdóttir frístundaleiðbeinandi.
  9. Bára Halldórsdóttir öryrki.
  10. Bárður Ragnar Jónsson þýðandi.
  11. Ellen Kristjánsdóttir tónlistarmaður.
  12. Björn Reynir Halldórsson sagnfræðingur.
  13. Krummi Uggason námsmaður.
  14. María Sigurðardóttir leikstjóri.
  15. Tamila Gámez Garcell kennari.
  16. Elísabet Einarsdóttir öryrki.
  17. Kristjana Kristjánsdóttir leikskólakennari.
  18. Daníel Örn Arnarsson varaborgarfulltrúi.
  19. Mikolaj Cymcyk námsmaður.
  20. Sigurjón Baldur Hafsteinsson prófessor.
  21. María Gunnlaugsdóttir hjúkrunarfræðingur og öryrki.
  22. Andri Sigurðsson hönnuður.
mbl.is