Kvaðst vera þreyttur og vildi komast heim

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nokkru að snúast í nótt.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nokkru að snúast í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bifreið var stöðvuð á þriðja tímanum í nótt vegna of hraðs aksturs, eftir hraðamælingu í Ártúnsbrekku. 

Mældist bíllinn á um 117 kílómetra hraða á klukkustund, þar sem 80 kílómetrar á klukkustund er löglegur hámarkshraði. Kvaðst ökumaður bifreiðarinnar vera þreyttur og vera á hraðferð heim vegna þess. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Grunaður um ölvun á rafmagnshlaupahjóli

Tilkynnt var um eignaspjöll í skóla í hverfi 107 þar sem rúður höfðu verið brotnar á tólfta tímanum. Þá var innbrot í geymslu tilkynnt í hverfi 103. 

Á öðrum tímanum í nótt var tilkynnt um umferðaróhapp þar sem maður á rafmagnshlaupahjóli datt af hjólinu í Garðabæ. 

Maðurinn þjáðist af miklum verkjum og var fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild. Hann er grunaður um ölvunarakstur, að hafa reynt að stjórna hjóli undir áhrifum áfengis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert