Rúmur helmingur ánægður með styttingu vinnuviku

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

53% landsmanna eru ánægð með styttingu vinnuvikunnar á sínum vinnustað. 20,7% eru frekar eða mjög óánægð. Starfsmenn hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, eru ánægðari með styttingu vinnuvikunnar en starfsmenn á almennum vinnumarkaði. 

Þetta kemur fram í könnun sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið. Stytting vinnuvikunnar hefur ekki verið innleidd á vinnustöðum 21% svarenda í könnuninni. 

Samkvæmt könnuninni eru 64% opinberra starfsmanna ánægð með styttingu vinnuvikunnar, samanborið við 44% starfsmanna á almennum vinnumarkaði. 

62% kvenna eru ánægð með styttingu vinnuvikunnar en 45% karla. Þá eykst ánægja með styttingu vinnuvikunnar jafnt og þétt eftir því sem menntunarstig svarenda verður hærra. Lítill munur er á afstöðu fólks eftir launastigi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert