Sigmundur Ernir ritstjóri Fréttablaðsins

Sigmundur Ernir Rúnarsson.
Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur verið ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins og aðalritstjóri útgáfufélagsins Torgs ehf.

Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins.

Auk Fréttablaðsins rekur Torg DV, Markaðinn og sjónvarpsstöðina Hringbraut.

Sigmundur Ernir tekur við starfinu í dag af Jóni Þórissyni sem hefur verið ritstjóri Fréttablaðsins frá haustinu 2019.

mbl.is