Smitsjúkdómadeild að fyllast

Á smitsjúkdómadeild Landspítalans í Fossvogi.
Á smitsjúkdómadeild Landspítalans í Fossvogi.

Hátt í 1.300 manns, þar af 202 börn, eru í eftirliti á Covid-göngudeild Landspítalans og búist er við að sá hópur fari stækkandi. „Því fleiri sem eru á göngudeildinni, þeim mun fleiri munu þurfa innlögn,“ segir Anna Sigrún Baldursdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans.

Smitsjúkdómadeildin er komin að þolmörkum og líklegt er að hún fyllist á næstu tveimur sólarhringum. Átján einstaklingar liggja nú inni vegna Covid-19. Anna Sigrún segir að legurýmum verði fjölgað í samræmi við yfirvofandi aukningu í innlögnum en ný deild verður opnuð fyrir Covid-sjúklinga á næstu dögum. Anna Sigrún segir að farin verði sama leið og áður þegar bæta þurfti við legurýmum vegna Covid.

„Ef rannsóknir staðfesta að bólusetningar gagnist börnum eigum við að sjálfsögðu að fara þá leið,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Á Íslandi munu foreldrar barna 12 til 15 ára geta beðið um bóluefni við Covid-19 fyrir börn sín þegar færi gefst, að því er Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur upplýst.

Óskar segist í Morgunblaðinu í dag hafa miklar áhyggjur haldi útbreiðsla sjúkdómsins áfram af sama þunga og verið hefur síðustu daga. Mikilvægt sé því að til dæmis eldra fólk, sem gjarnan svarar bóluefni seinna en aðrir, fái viðbótarskammt. Hvað varðar börnin þá gætu bólusetningar þeirra farið fram í grunnskólunum, en starfsemi þeirra hefst eftir um þrjár vikur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »