Upplifun fólks við gosið er sterk

Gosslóðir. Ferðamenn hér staddir við fjarskiptamastrið á Langahrygg, þaðan sem …
Gosslóðir. Ferðamenn hér staddir við fjarskiptamastrið á Langahrygg, þaðan sem sést vel til eldgígsins en hraunið úr honum hefur fyllt nærliggjandi dal. Ljósmynd/Flosi Kristjánsson

„Straumurinn að gosstöðvunum er stöðugur, allan sólarhringinn,“ segir Hörður Sigurðsson, ábúandi á Hrauni við Grindavík. Suðurstrandarvegur liggur við túnfótinn þar á bæ og Fagradalsfjall er í landi jarðarinnar.

Þúsundir fara á degi hverjum til að skoða gosið og við veginn hafa landeigendur útbúið bílastæði og salernisaðstöðu. Svo er hægt að velja um nokkrar leiðir frá stæðunum til að komast að gosinu.

„Úrbætur á svæðinu hafa verið teknar skref fyrir skref. Allt þarf leyfi Umhverfisstofnunar og bæjaryfirvalda í Grindavík og við landeigendur berum málin undir þær stofnanir,“ segir Hörður. Hægt er að fylgjast með fjölda þeirra sem fara að gosinu á vef Ferðamálastofu, sem setti upp teljara við Suðurstrandarveg. Nýjustu tölur eru frá í síðustu viku og sýna að á svæðið fara 1.000-3.000 manns á dag.

Eigendur jarðanna Hrauns og Ísólfskála settu á dögunum upp tækjabúnað til að innheimta gjöld af þeim sem leggja á bílastæðunum nýju. Gjaldið er 1.000 kr. Misjafnt hefur verið, að sögn Harðar, hvort fólk greiðir gjaldið. Ætlunin sé þó að fylgja því stífar eftir í framtíðinni.

Krafturinn í eldgosinu er misjafn milli daga. Stundum og jafnvel nokkra daga í röð er öll virkni niðri, en í annan tíma kraumar í kötlum og hraunelfurin streymir fram. Allt var með kyrrum kjörum við gosið um miðjan daginn í gær, sem ætla verður að þó hafi aðeins verið stundarhlé,“ segir Hörður í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »