Víða síðdegisskúrir næstu daga

Rigning við Jökulsárlón.
Rigning við Jökulsárlón. mbl.is/Rax

Útlit er fyrir að næstu daga verði hæg breytileg átt, skýjað með köflum og víða síðdegisskúrir um land allt og að hiti verði yfirleitt á bilinu 10 til 16 stig.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands í morgun. 

Þar segir að hæg breytileg átt eða hafgola verði í dag og skýjað að mestu.

Mestar líkur á sól á Norðausturlandi

Mestar líkur á sólskini verða á norðaustanverðu landinu. Sums staðar dálítil væta, einkum vestan til, en þegar líður á daginn geta myndast skúrir á víð og dreif.

Hiti 12 til 20 stig, svalast við austurströndina.

mbl.is