116 smit innanlands

Sýnataka.
Sýnataka. mbl.is/Unnur Karen

116 kór­ónu­veiru­smit hafa greinst inn­an­lands eft­ir sýna­töku gær­dags­ins. Þetta kem­ur fram í upp­færðum töl­um á covid.is. 

Af þeim sem greindust í gær voru 42 í sóttkví við greiningu, rúmlega 36%. 

Alls eru nú 1.329 í einangrun og 1.941 í sóttkví. Sextán eru á sjúkrahúsi með veiruna. 

Þrjú virk smit greindust á landamærunum í gær og er beðið eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu hjá einum. Af þeim sem greindust á landamærunum eru þrír óbólusettir og einn fullbólusettur. 

Af þeim sem greindust í gær er 71 fullbólusettur og 43 óbólusettir. Bólusetning er hafin hjá tveimur. 

Í gær greindust 103 við einkennasýnatöku og þrettán við sóttkvíar- og handahófsskimanir. Alls voru 2.414 sýni tekin við einkennasýnatöku. 319 sýni voru tekin á landamærunum og 1.124 sýni við sóttkvíar- og handahófsskimanir. 

Í fyrra­dag höfðu 108 smit greinst þegar töl­ur voru upp­færðar. Eitt smit hefur bæst við síðan og greindust því alls 109 í fyrradag. 



Fréttin hefur verið uppfærð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert