159 verkefni á sjúkrabíl

Dælubílar sinntu tveimur verkefnum og sjúkrabílar 159 á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn …
Dælubílar sinntu tveimur verkefnum og sjúkrabílar 159 á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn sólarhring. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti 159 verkefnum á sjúkrabílum síðastliðinn sólarhring. 

Þetta kemur fram í facebookfærslu slökkviliðsins. 

Af verkefnunum á sjúkrabíl voru 32 forgangsflutningar og 41 verkefni tengdist Covid-19. Dælubílar voru ræstir tvisvar út síðastliðinn sólarhring, til að sinna vatnstjóni og vegna umferðarslyss í Hafnarfirði. Þar fór betur en á horfðist. 

mbl.is