Aldrei selst jafn mikið áfengi í einni viku

Gríðarleg sala á áfengi var um liðna verslunarmannahelgi.
Gríðarleg sala á áfengi var um liðna verslunarmannahelgi. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Mikið magn áfengis var selt í vínbúðum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins í vikunni fyrir verslunarmannahelgina, sem er ein stærsta vika ársins hjá ÁTVR. Í seinustu viku voru seldir 814 þúsund lítrar, sem jafngildir 3,6% aukningu frá fyrra ári, en þá seldust 786 þúsund lítrar. Aldrei hefur áður selst jafn mikið magn á einni viku í Vínbúðunum samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá ÁTVR í gær.

141 þúsund viðskiptavinir

Í síðustu viku komu 141 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar sem er um 0,3% fjölgun frá sambærilegri viku fyrir ári.

Ef litið er á söluna yfir allan júlímánuð kemur í ljós að þá var einnig slegið met. Heildarsalan í júlí var 3.023 lítrar í Vínbúðunum, sem er 1,5% aukning frá sama mánuði í fyrra.

„Aldrei áður hefur sala Vínbúðanna í einum mánuði farið yfir 3 milljónir lítra,“ segir Kristján M. Ólafsson, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu Vínbúðanna, í skriflegu svari við fyrirspurn Morgunblaðsins um vínsöluna.

„Skýring á meti júlímánaðar er að vikudagar júlí á þessu ári raðast þannig að stærstu söludagar fyrir verslunarmannahelgi og fyrstu helgi júlímánaðar eru allir í júlí,“ segir hann.

Í nýliðnum mánuði voru hins vegar afgreiðslur til viðskiptavina í Vínbúðum ÁTVR 584 þúsund talsins en þær voru til samanburðar 591 þúsund í fyrra, sem jafngildir 1,2% fækkun viðskiptavina. Heildarsalan hjá Vínbúðunum það sem af er ári er aftur á móti um 4% meiri en í fyrra, samkvæmt upplýsingum Kristjáns.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »