Fækkar um einn á gjörgæslu

Einn er á gjörgæsludeild Landspítalans vegna Covid-19.
Einn er á gjörgæsludeild Landspítalans vegna Covid-19. Ljósmynd/Landspítalinn

Alls liggja nú sextán sjúklingar inni á Landspítala með Covid-19, fimmtán á legudeildum og einn á gjörgæslu.

Fjórir voru lagðir inn á sjúkrahús í gær vegna sjúkdómsins og jafnmargir hafa útskrifast síðasta sólarhringinn. Fram kemur í tilkynningu á vef spítalans að alls hafi 30 lagst inn á sjúkrahús í fjórðu bylgju faraldursins.

Alls er nú 1.351 í eftirliti á Covid-göngudeild, þar af 229 börn. Einn er á rauðu og 17 einstaklingar flokkast gulir og munu einhverjir þeirra koma til skoðunar í dag.

20 starfsmenn eru í einangrun, 20 í sóttkví A og 114 starfsmenn eru í vinnusóttkví.

mbl.is