Framkvæmdir undir Akrafjalli á morgun

Malbikunarframkvæmdir.
Malbikunarframkvæmdir. mbl.is/​Hari

Stefnt er að því á morgun að malbika nokkur útskot á Vesturlandsvegi undir Akrafjalli. Vesturlandsvegi verður lokað til suðurs og það verður hjáleið um Akrafjallsveg.

Umferð til norðurs ekur meðfram vinnusvæði. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá klukkan 8 til 17 ef veður leyfir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Colas Ísland.

mbl.is