Páll Magnússon gerði Boga greiða að reka hann

Bogi Ágústsson, frétta- og dagskrárgerðarmaður á Ríkisútvarpinu, segir frá því í Dagmálum að hann hafi aldrei haft áhuga á að vera útvarpsstjóri þrátt fyrir langan feril og ýmis störf innan stofnunarinnar.

Aðspurður svaraði Bogi: „Nei það hef ég aldrei gert, og í rauninni má svo sem segja að því hafi frekar verið otað að mér og ég beðinn að taka að mér önnur störf innan Ríkisútvarpsins.“

Bogi er gest­ur Karítas­ar Rík­h­arðsdótt­ur í Dag­mál­um þar sem hann ræðir fer­il­inn, stjórn­mál, nor­rænt sam­starf og arf­leifð, fjöl­miðla og margt fleira.

Bogi hefur verið framkvæmdastjóri markaðs- og þróunarsviðs Ríkisútvarpsins og veitt fréttasviðinu forstöðu. 

Langaði ekki að enda í stjórnun

„En í rauninni sko, mig langaði aldrei neitt sérstaklega til þess að enda í stjórnun. Þegar Palli Magg [þáverandi útvarpsstjóri] hafði vit á því að reka mig og alla aðra framkvæmdastjóra Ríkisútvarpsins þegar hann tók við, þá gerði hann mér alveg stórkostlegan greiða,“ segir Bogi. 

Hann segir að það hafi verið sárt á sínum tíma, en hann sé ánægður með uppsögnina í dag. 

„Í fyrsta lagi gerði hann við mig alveg dásamlegan samning um að ég mætti gera það sem mér sýndist og svo fór ég aftur í það að skrifa fréttir og ekki eyða mestum tíma vinnudagsins á fundum, á excel-skjölum og einhverjum slíkum hlutum sem í rauninni koma fréttamennsku sáralítið við.“

hér. Kaupa má vikupassa hér.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert