Ríkisráðsfundur á Bessastöðum á morgun

Ríkisstjórn Íslands ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á síðasta …
Ríkisstjórn Íslands ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á síðasta ári. mbl.is/Arnþór

Ríkisráðsfundur verður haldinn á Bessastöðum á morgun og hefst hann klukkan 11.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsetaembættinu en ríkisráðsfundir eru venjulega haldnir tvisvar á ári.

Að sögn Sifjar Gunnarsdóttur forsetaritara verður um hefðbundinn fund að ræða. Farið verður yfir þær lagatillögur sem hver ráðherra hefur lagt fram á undangengnu ári. Búist er við að fundurinn standi yfir í um það bil eina klukkustund. 

Væntanlega verður þetta síðasti ríkisráðsfundur þessa kjörtímabils, enda stutt í kosningar. 

mbl.is