Hlýnar eftir helgi

Hlýtt verður í veðri næstu daga og hlýnar líklega enn …
Hlýtt verður í veðri næstu daga og hlýnar líklega enn frekar eftir helgi. mbl.is/Árni Sæberg

Áfram verður hæg breytileg átt og skúrir eða rigning víða næstu daga er kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands í morgun. 

Þó verður minna um skúrir eða rigningu á annesjum í kvöld og annað kvöld.

Þokubakkar hér og þar við strendur, einkum að næturlagi. Hlýtt í veðri og hlýnar líklega enn frekar eftir helgi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt spá Veðurstofu Íslands:

Á föstudag:

Hægviðri og víða skúrir, en bjart þess á milli. Hiti 9 til 17 stig.

Á laugardag:
Hæg austlæg eða breytileg átt og rigning með köflum, en úrkomuminna og bjart með köflum vestantil. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag:
Fremur hæg suðlæg átt, þurrt að mestu og víða bjart. Þykknar upp á vestanverðu landinu og fer að rigna um kvöldið. Hiti 12 til 20 stig.

Á mánudag:
Suðaustlæg átt og rigning með köflum vestantil en annars þurrt og bjart að mestu. Áfram hlýtt í veðri.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir hæga austlæga átt, víða bjart með köflum en skýjað og þokuloft við austurströndina. Hiti breytist lítið.

mbl.is