Í viðræðum við þrjá hópa

Bændahöllin, hótel Saga.
Bændahöllin, hótel Saga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hótel Saga er enn óseld. Eftir að einkaviðræðum við fjárfesta sem tengjast Hótel Óðinsvéum lauk án samkomulags kom Háskóli Íslands aftur að borðinu og nú eiga Bændasamtök Íslands í viðræðum við þrjá hópa áhugasamra kaupenda.

Talið var áríðandi að ganga frá sölu Hótels Sögu fyrir 7. júlí sl. en þá rann út greiðsluskjól fyrirtækisins. Tíminn sem Bændasamtökin og fjárfestar sem tengjast Hótel Óðinsvéum gáfu sér til einkaviðræðna á grundvelli tilboðs fjárfestanna rann sömuleiðis út án samnings.

Samráð við bankann

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að samtökin eigi enn í viðræðum við fjárfestana en Háskóli Íslands hafi einnig komið aftur að borðinu en ríkið hafði á sínum tíma gert tilboð í hótelið fyrir hönd háskólans. Þriðji fjárfestahópurinn tengdist ferðaþjónustu.

Gunnar segir að tafir hafi orðið á málinu vegna sumarleyfa í stofnunum og fyrirtækjum. Þá segir hann að óvissan sem skapast í ferðaþjónustunni vegna nýrrar bylgju kórónuveirunnar hjálpi heldur ekki til. Vonast hann þó til að einhver árangur fari að sjást.

Arion banki er langstærsti kröfuhafi fyrirtækisins og tekur Gunnar fram að öll skref séu tekin í samráði við fulltrúa bankans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »