Kamilla, Víðir og Páll á upplýsingafundi

Kamilla S. Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnarlæknis, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna og …
Kamilla S. Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnarlæknis, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans verða á upplýsingafundi í dag. Samsett mynd

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 

Á fundinum fara Kamilla S. Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnarlæknis, og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, yfir stöðu mála varðandi framgang Covid-19 faraldursins hér á landi. 

Einnig verður Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á fundinum og fer hann yfir stöðuna á Landspítalanum vegna Covid-19.

mbl.is