Sósíalistar birta lista í Suðurkjördæmi

Frambjóðendur Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi.
Frambjóðendur Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi. Samsett mynd

Guðmundur Auðunsson hagfræðingur leiðir lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. 

Listanum er, eins og í Reykjavíkurkjördæmi suður stillt upp af slembivöldum hópi meðal félaga flokksins.

„Teljum við það skila mun betri árangri en hefðbundnar leiðir við uppröðun á lista sem oftar en ekki gefa skakka mynd,“ segir í tilkynningu Sósíalistaflokksins. 

Í öðru sæti listans er Birna Eik Benediktsdóttir, framhaldsskólakennari og sex barna móðir og í því þriðja er Ástþór Jón Ragnheiðarson þjálfari og varaformaður ASÍ-UNG. 

Haft er eftir Birnu Eik í tilkynningu að hún vilji breyta því að hér búi 10-15% barna við fátækt.

Það er ekki náttúrulögmál að svo sé heldur er það pólitísk ákvörðun elítunnar að sumir, þar á meðal börn, eigi að lifa í fátækt,“ segir Birna Eik í tilkynninu. 

Listinn í heild sinni er: 

1. Guðmundur Auðunsson, stjórnmálahagfræðingur.
2. Birna Eik Benediksdóttir, framhaldsskólakennari.
3. Ástþór Jón Ragnheiðarson, þjálfari og varaformaður ASÍ-UNG.
4. Arna Þórdís Árnadóttir, verkefnastjóri.
5. Unnur Rán Reynisdóttir, hársnyrtimeistari og -kennari.
6. Þórbergur Torfason, sjómaður.
7. Einar Már Atlason, sölumaður.
8. Þórdís Bjarnleifsdóttir, nemi.
9. Arngrímur Jónsson, sjómaður.
10. Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, bifreiðastjóri.
11. Bjartey Hermannsdóttir, móttökuritari.
12. Pawel Adam Lopatka, landvörður.
13. Sigurður Erlends Guðbjargarson, rafíþróttaþjálfari.
14. Þórdís Guðbjartsdóttir, öryrki.
15. Kári Jónsson, verkamaður.
16. Bergljót Davíðsdóttir, blaðamaður.
17. Elínborg Steinunnardóttir, öryrki.
18. Stefán Helgi Helgason, atvinnurekandi.
19. Finnbjörg Guðmundsdóttir, eftirlaunakona.
20. Viðar Steinarsson, bóndi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert