Tugir mótmæltu bólusetningum

Frá mótmælunum í dag.
Frá mótmælunum í dag. mbl.is/Unnur Karen

Tugir manna mótmæltu bólusetningu barna og unglinga fyrir utan heilbrigðisráðuneytið í hádeginu í dag. 

Hrólfur Hreiðarsson, Martha Ernstsdóttir, Kristín Johansen, Þórdís B. Sigurþórsdóttir og Þröstur Jónsson stóðu að mótmælunum. Heldur hópurinn því fram að áhætta af bólusetningu sé meiri en ávinningurinn. 

Við mótmælum frekari C19-bólusetningu barna og unglinga sem eru tölfræðilega í engri hættu af Covid. Auk þess hefur sjúkdómurinn verið í samfélaginu í um 18 mánuði og því ætti að vera komið töluvert ónæmi meðal barna og ungmenna, sem allan þennan tíma hafa verið í skólanum og umgengist hvert annað. Ljóst er út frá tilkynningum um grunaðar aukaverkanir sem borist hafa Lyfjastofnun, að áhættan af lyfjagjöfinni er orðin meiri en ávinningurinn,“ segir í tilkynningu frá hópnum, sem kennir sig við Coviðspyrnuna.

Mótmælunum var einnig mótmælt.
Mótmælunum var einnig mótmælt. mbl.is/Unnur Karen
mbl.is/Unnur Karen
mbl.is/Unnur Karen
mbl.is

Bloggað um fréttina