Upplýsingafundur almannavarna

Kamilla Sig­ríður Jós­efs­dótt­ir, staðgengill sóttvarnalæknis.
Kamilla Sig­ríður Jós­efs­dótt­ir, staðgengill sóttvarnalæknis. Ljósmynd/Almannavarnir

Upp­lýs­inga­fund­ur al­manna­varna­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra og embættis land­lækn­is hefst klukkan 11.03 tímanlega. 

151 kór­ónu­veiru­smit greindust inn­an­lands eft­ir sýna­töku gær­dags­ins. 

Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér: 


 

Á fund­in­um fara Kamilla S. Jós­efs­dótt­ir, staðgeng­ill sótt­varn­ar­lækn­is, og Víðir Reyn­is­son, yf­ir­lög­regluþjónn al­manna­varna, yfir stöðu mála varðandi fram­gang Covid-19-far­ald­urs­ins hér á landi. 

Einnig verður Páll Matth­ías­son, for­stjóri Land­spít­al­ans, á fund­in­um og fer hann yfir stöðuna á Land­spít­al­an­um vegna Covid-19.

mbl.is