18 ára með fölsuð rafræn ökuskírteini

Lögreglustöðin á Hverfisgötu.
Lögreglustöðin á Hverfisgötu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af tveimur átján ára mönnum á vínveitingahúsi á ellefta tímanum í gærkvöldi.  

Voru þeir með fölsuð rafræn ökuskírteini sem þeir höfði sýnt til þess að geta keypt áfengi. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Þá var bifreið stöðvuð í miðbæ Reykjavíkur í gær og er ökumaðurinn grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og akstur án gildra ökuréttinda. Bifreiðin reyndist vera ótryggð og skráningarnúmer því fjarlægð.

Tilkynnt var um þjófnað í verslun í hverfi 108 í gærkvöldi. Maður var stöðvaður við að stela kjöti fyrir um 85.000 krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert