Nær helmingur ferðamanna Bandaríkjamenn

Um helmingur ferðamanna sem hingað koma eru Bandaríkjamenn.
Um helmingur ferðamanna sem hingað koma eru Bandaríkjamenn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Eitt af því sem hefur einkennt þetta ferðasumar er hve mikið hefur verið af ferðamönnum frá Bandaríkjunum hér á landi og þessar tölur staðfesta það,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri.

Tölur um hlutfallsskiptingu þjóðerna úr brottfarartalningum í júlí voru birtar á vef Ferðamálastofu í vikunni.

Þar kemur í ljós að stærsti hópur ferðamanna sem hingað komu voru Bandaríkjamenn, eða 46,6% sé horft til brottfara í þeim mánuði. Þar á eftir koma Pólverjar og Þjóðverjar með 10,2% og 7,9% brottfara.

Aðeins eru birtar hlutfallstölur því beðið er eftir staðfestum fjölda brottfararfarþega frá Isavia, að því er segir á vef Ferðamálastofu.

Nánari umfjöllun má lesa í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert