Boðað verður til fundar í eftirlitsnefnd Alþingis

Þingsalur Alþingis.
Þingsalur Alþingis. mbl.is/Árni Sæberg

Boðað verður til fundar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í næstu viku. Þetta staðfestir Jón Þór Ólafsson, formaður nefndarinnar og þingmaður Pírata, í samtali við mbl.is. 

Hann segir að hann sjálfur, Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, hafi stutt fundarbeiðnina sem var lögð fram af Þorsteini Sæmundssyni, þingmanni Miðflokksins, í gær. 

Mynd frá opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Síðan myndin …
Mynd frá opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Síðan myndin var tekin hefur Jón Þór Ólafsson tekið við sem formaður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Annars vegar um það sem Þorsteinn óskar eftir og hins vegar um ósk sem var samþykkt í vor af fjórðungi nefndar um úrskurð nefndar um eftirlit með lögreglu í Ásmundarsalarmálinu,“ segir Jón Þór Ólafsson. 

Beiðni Þorsteins snerist um að nefndin kæmi saman til þess að ræða málefni Lindarhvols. 

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundar.
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundar. mbl.is/Kristinn Magnússon



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert