Framsókn ríður á vaðið í Borgartúni

Kosningaskrifstofa Framsóknar í Reykjavík er í Borgartúni.
Kosningaskrifstofa Framsóknar í Reykjavík er í Borgartúni. Ljósmynd/sisi

„Það er mikil umferð af gangandi fólki hérna og mannlífið líflegt. Okkur fannst þetta því kjörinn staður,“ segir Aðalsteinn Haukur Sverrisson, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur og frambjóðandi í öðru sæti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Framsóknarflokkurinn hefur tryggt sér húsnæði fyrir kosningaskrifstofu á jarðhæð Borgartúns 26, þar sem Vínbúðin var lengi til húsa. Aðalsteinn segir að ekki sé búið að ákveða nákvæmlega hvenær skrifstofan verði opnuð en kveðst búast við að það verði einhvern tímann á milli 15. og 20. ágúst. Kosið verður til Alþingis 25. september næstkomandi og ljóst að kosningabaráttan er að hefjast.

Komin í startholurnar

„Við erum komin í startholurnar,“ segir Aðalsteinn við Morgunblaðið. Hann kvaðst ekki vita til þess að aðrir flokkar væru komnir jafn langt við undirbúning kosningaskrifstofa, en skrifstofa Framsóknar fer ekki fram hjá nokkrum manni. Stórar myndir af frambjóðendum blasa við vegfarendum, rétt eins og slagorð flokksins; framtíðin ræðst á miðjunni.

„Við hlökkum til að opna dyrnar og bjóða fólki í kaffi. Það er mikill hugur í okkur og við erum spennt að kynna okkar stefnumál og hvað við stöndum fyrir. Hér ætlum við að gera umhverfið skemmtilegt, nóg er af plássi og við getum boðið bæði upp á fræðslu og skemmtun en um leið virt þennan raunveruleika sem við þekkjum í dag vegna Covid.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »