Neðansjávargos ætti að sjást á mælum

Getgátur eru um að neðansjávargos hafi hafist vestur af Krýsuvíkurbergi …
Getgátur eru um að neðansjávargos hafi hafist vestur af Krýsuvíkurbergi eftir að bólstrar sáust stíga upp frá hafinu. mbl.is/Sigurður Bogi

Hvorki skjálftar né órói hafa komið fram á mælum Veðurstofu Íslands sem bendir til þess að neðansjávargos sé hafið vestur af Krýsuvíkurbergi.

Að sögn Lovísu Mjallar Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, ætti að öllum líkindum að koma fram á mælum ef um neðansjávargos væri að ræða. Í Surtseyjargosinu sem hófst árið 1963 sást órói stíga upp rétt fyrir gosið og mætti því búast við álíka hegðun.

Segir hún Veðurstofuna enn sem komið er ekki með neinar getgátur um hvernig megi skýra þessa bólstra. Hafði Veðurstofan jafnframt samband við flugmann í gær sem var á leiðinni í loftið þegar bólstrarnir sáust og sá hann engin ummerki um mögulegt gos.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert