Jón Gnarr með veiruna

Jón Gnarr greindist með veiruna, stuttu eftir að hafa verið …
Jón Gnarr greindist með veiruna, stuttu eftir að hafa verið í komusal Leifsstöðvar. Smitrakningarteymið getur þó ekki staðfest að smitið sé þaðan komið. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Jón Gnarr, leikari og grínisti, greindist með Covid-19 í gær. Smitið vekur athygli þar sem Jón var ómyrkur í máli þegar hann lýsti smithættu í örtröðinni við komusalinn í Leifsstöð í samtali við mbl.is í síðustu viku, en þá var hann staddur í komusal flugstöðvarinnar. 

„The show must go on,“ sagði Jón léttur miðað við aðstæður þegar blaðamaður náði á hann og spurði út í smitið.

Heldurðu að þetta komi frá flugstöðinni?

„Ég var ekki í neinum samskiptum við neinn sem ég á að hafa getað smitast af. Það er ekki hægt að rekja mitt smit til ákveðins einstaklings eða svoleiðis, þannig að ég hef mjög líklega smitast á ferð og flugi. En smitrakningarteymið getur ekki sagt til um hvaðan smitið kemur, þetta er bara einhvern veginn óljóst,“ segir Jón í samtali við mbl.is.

Mannþröngin í Leifsstöð hefur vakið nokkra athygli að undanförnu vegna …
Mannþröngin í Leifsstöð hefur vakið nokkra athygli að undanförnu vegna smithættu. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Eina skiptið sem ég hef verið í mannþröng“

Jón vakti máls á mannþröng í komusal Leifsstöðvar í síðustu viku en örtröð hef­ur ít­rekað mynd­ast þar að und­an­förnu, m.a. vegna þess hve tíma­frek skoðun vott­orða er. 

„Eins og allir þá hef ég gætt að smitvörnum, kem ekki við handrið, stend helst þrjá metra frá fólki með sprittbrúsa í höndunum, stunda handþvott af miklu kappi. Og ef það er verið að tala um að mannamót séu uppáhaldsstaður fyrir veiruna þá er eina skiptið sem ég hef verið í mannþröng það er þarna í Leifsstöð,“ segir Jón.

Vinna að því að bæta flæði á vellinum

Verið er að ein­falda gátlista fyr­ir þá starfs­menn sem sinna skoðun bólu­setn­ing­ar­vott­orða í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar til að draga úr þeim löngu biðröðum sem þar hafa mynd­ast að und­an­förnu. Þá eru starfsmenn flugstöðvarinnar einnig að skoða leiðir til að auka öryggi og bæta flæði í húsinu að sögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert