83 kórónuveirusmit greindust innanlands

Í sýnatöku á Austurlandi.
Í sýnatöku á Austurlandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Minnst 83 kór­ónu­veiru­smit greindust innanlands í gær, þar af 49 utan sóttkvíar. Þetta kem­ur fram í upp­færðum töl­um á Covid.is. 30 voru á sjúkra­húsi í gær veikir af Covid-19, þar af sjö á gjörgæslu. Eitt virkt smit greindist við landamærin.

Ríflega 3.000 sýni voru tekin í gær, flest þeirra, eða um 1.800, voru tekin í einkennasýnatöku. Hlutfall jákvæðra sýna var 3,41%.

14 daga nýgengi innanlands á hverja 100.000 íbúa stendur nú í 402. Nýgengið á landamærunum er nú 5,2.

85 bólusettir greindust á fimmtudag

1.791 er í sóttkví, 1.304 í einangrun og 883 í skimunarsóttkví.

Ekki hef­ur verið gefið út hversu marg­ir þeirra sem greind­ust í gær voru bólu­sett­ir. Þær töl­ur verða gefn­ar út fyr­ir klukk­an 16:00. 

Á fimmtudag greindust 130 smit. 85 hinna smituðu voru bólusettir og 37 óbólusettir. Þá var bólusetning hafin hjá fimm manns.

Flestir sem nú eru í einangrun eru á aldrinum 18 til 29 ára. Þeir eru 338 talsins. Næstflestir eru á aldrinum 30 til 39 ára eða 250 manns. 

Flest smit eru á höfuðborgarsvæðinu, 872, og næstflest á Suðurlandi, 116. Þá eru reyndar 132 smit óstaðsett. Á Austurlandi eru smitin áberandi fá eða sex talsins. Hið sama má segja um Norðurland vestra þar sem einungis átta virk smit eru staðsett.

Fréttin hefur verið uppfærð

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert