Villandi gjaldtökuskilti við Reykjanesvita

Gjaldtökuskilti við Reykjanesvita.
Gjaldtökuskilti við Reykjanesvita. mbl.is/Sigurður Unnar Ragnarsson

Búið er að setja upp gjaldtökuskilti við Reykjanesvita í Reykjanesbæ, sem bærinn ber þó ekki ábyrgð á. Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs hjá Reykjanesbæ staðfestir þetta í samtali við mbl.is.

„Þetta er ekki með okkar samþykki eða vilja og þetta eru mjög villandi skilti,“ segir hann í samtali við mbl.is.

Öryggismyndavél fylgist með komu fólks.
Öryggismyndavél fylgist með komu fólks. mbl.is/Sigurður Unnar Ragnarsson.

Rangar upplýsingar

Skiltin eru sett upp af Reykjanes Aurora að sögn Guðlaugs: „Þessir aðilar eru með smá skika á leigu og eru með skilti út fyrir sitt gjaldsvæði. Við Gunnuhver er til dæmis ekki gjaldtaka en á þessum skiltum mátti sjá að þetta væri gjaldskylt svæði,“ segir hann.

Við gatnamót sem leiða að Valahnúk og Gunnuhver hefur gjaldtökuskilti til að mynda verið sett upp.

Guðlaugur segir að ferðamenn leggi yfirleitt við Geirfuglinn í nágrenninu en þar sé engin gjaldskylda, enda sé það friðað svæði og sérstakar reglur í gildi þar, sem heimila ekki leigutaka að leggja á gjaldskyldu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert