Fólki fæddu 1931 eða fyrr boðinn örvunarskammtur

Næstkomandi fimmtudag verður fólki á höfuðborgarsvæðinu sem fætt er árið 1931 eða fyrr boðinn örvunarskammtur af bóluefni gegn Covid-19. Bólusett verður í Laugardalshöll. 

Flestir á þessum aldri fengu fyrri bólusetningu í janúar eða febrúar og seinni bólusetningu um miðjan febrúar. Um sex mánuðir þurfa að hafa liðið frá seinni skammti af bóluefni,“ segir í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Frétt af mbl.is „SMS-boð verða ekki send út. Fólk sem er fætt fyrri hluta árs, janúar til júní, er beðið að koma milli kl. 10:00 og 11:00. Fólk sem er fætt seinni hluta árs, júlí til desember, er beðið að koma milli kl. 11:00 og 12:00.“

Í tilkynningunni er minnt á grímuskyldu og fólk hvatt til að vera í stuttermabol.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert