Hroki versti óvinur listamannsins

Ljósmyndarinn Saga Sigurðardóttir hefur vakið athygli fyrir verk sín á undanförnum árum. Hún segir hroka versta óvin listamannsins því hann komi niður á einlægni verkanna sem sé það sem geri þau einstök. Hún er gestur Dóru Júlíu í Dagmálum dagsins og segir m.a. frá uppvaxtarárum sínum í sveitinni og störfum sínum í tískuljósmyndun.

Saga hefur meðal annars verið að kenna í Ljósmyndaskólanum og leggur mikla áherslu á einlægnina í kennslu. „Ég segi alltaf við nemendur mína að hroki sé versti óvinur listamannsins. Um leið og þú ert hrokafullur eða finnst þú vera bestur eða frábærastur þá held ég að þú verðir ekki jafn góður listamaður. En svo lengi sem þú ert einlægur í því sem þú ert að gera þá stendurðu út úr. Þá skiptir ekki máli þótt það séu þúsundir ljósmyndara og listamanna, ef þú ert að vinna með þína rödd og að vera einlægur þá stendurðu út úr einhvern veginn. Mér finnst það skipta mjög miklu máli og eitt af mínum stóru gildum er að vera sönn í mér.“

Dagmál eru aðgengileg áskrifendum Morgunblaðsins hér en einnig er hægt að kaupa vikupassa hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert