Hringveginum lokað við Ölfusárbrú

Vinna hefst í kvöld.
Vinna hefst í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stefnt er að því að malbika hringveginn yfir Ölfusárbrú í kvöld, ef veður leyfir. Áætlað er að framkvæmdir hefjist klukkan 21 og ljúki klukkan sjö.

Kaflinn sem malbikaður verður er um 510 metra langur og verður hringveginum lokað báðum megin við Ölfusárbrú á meðan malbikunin stendur yfir. Hjáleið verður við Eyrarbakkaveg meðan á lokuninni stendur.

Vegagerðin biður vegfarendur um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki verða þar við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert