Olíudreifing lætur rífa gömlu olíutankana á Siglufirði

Verktakar hafa unnið við það síðustu daga að rífa niður …
Verktakar hafa unnið við það síðustu daga að rífa niður gömlu olíutankana. mbl.is/Sigurður Ægisson

Undanfarna daga hafa staðið yfir rif á geymum og þar með lokun á birgðastöð Olíudreifingar á Siglufirði, sem reist var 1944, og einnig á birgðastöð Skeljungs. Tankarnir eru norðaustanverðri Þormóðseyrinni, skammt vestan Öldubrjóts.

Birgðastöð Olíudreifingar á staðnum hefur ekki verið starfrækt um nokkurt skeið og má segja að lokun stöðvarinnar hafi hafist þegar félagið gaf elsta geymi stöðvarinnar á Síldarminjasafnið í bænum fyrir nokkrum árum, en hann hefur síðan verið notaður þar sem tónlistarsalur og vakið verðskuldaða athygli gesta.

Þeir geymar sem eftir eru og hafa verið rifnir núna eru smíðaðir árin 1937 og 1946 og því komnir til ára sinna. Síðustu árin sem stöðin var starfrækt var eldsneyti keyrt á hana frá Akureyri, en ekki hefur verið landað eldsneyti frá skipi á stöðina í nokkur ár.

Að sögn Harðar Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Olíudreifingar, eru ekki áform um endurbyggingu stöðvarinnar þar sem stefna undanfarinna ára hefur verið að fækka birgðastöðvum eins og kostur er vegna mikils kostnaðar við rekstur þeirra. Bættar samgöngur gera Olíudreifingu kleift að fækka birgðastöðvum sem aftur leiði til þjóðhagslegs hagræðis.

Að rifi loknum tekur við hreinsun á þeim mengaða jarðvegi sem kann að finnast á lóð birgðastöðvarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »