Þrír starfsmenn kærðir vegna meintrar vanrækslu

Þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna …
Þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintrar vanrækslu. Helgi Bjarnason

Þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintrar vanrækslu, sem sögð er hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Landlæknir telur að um röð mistaka og hirðuleysi hafi verið að ræða, ekki síst vegna ómeðhöndlaðra sýkinga, sem sé möguleg dánarorsök.

Vísir greinir frá.

Í svartri og ítarlegri skýrslu Landlæknis vegna málsins eru læknar HSS meðal annars sakaðir um mistök, vanrækslu, hirðuleysi og vanvirðingu, með alvarlegum og endurteknum hætti.

Hafin hefur verið lögreglurannsókn á andláti 73 ára konu, Dönu Kristínar Jóhannsdóttur, sem talin er hafa verið sett í lífslokameðferð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja að tilefnislausu. Dana lést í október 2019 eftir ellefu vikur í lífslokameðferð.

Fjölskylda Dönu hefur lagt fram kæru á hendur þremur starfsmönnum stofnunarinnar, Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, sem bar ábyrgð á meðferðinni, og tveimur öðrum starfsmönnum, lækni og hjúkrunarfræðingi, sem sakaðir eru um að hafa brugðist starfsskyldum sínum. Þá hafa sex fjölskyldur í heildina fengið réttargæslumenn vegna sams konar mála.

Fóru fram á frestun

Embætti Landlæknis hugðist gera úttekt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með sérstöku tilliti til lífslokameðferða en fór fram á frestun, samkvæmt skriflegu svari upplýsingafulltrúa til fréttastofu Vísis. Samkvæmt honum fór lykilstarfsfólk af sjúkradeild HSS í sumarleyfi, auk þess sem sjúkradeildin tók að sér níu sjúklinga frá Landspítala, sem gerði um fjörutíu prósenta fjölgun á deildinni.

„Í því ljósi þess annríkis, bað HSS um, og fékk, tímabundinn frest, en við búumst við að úttektin haldi áfram með haustinu, eða þegar embættið kallar okkur til,“ segir í svarinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert