Meðaltekjur 1,7 milljónir

Flugumferðarstjórar að störfum í turninum
Flugumferðarstjórar að störfum í turninum Ernir Eyjólfsson

Meðaltekjur þeirra átján flugumferðarstjóra sem birtust í tekjublaðinu nú á dögunum eru ein milljón og 738 þúsund krónur á mánuði. 

Sá flugumferðarstjóri sem var skráður með hæstar tekjur er með 3.138.000 krónur á mánuði og lægstu mánaðartekjur flugumferðarstjóra sem birtust í blaðinu voru 960 þúsund krónur.

Miðgildið voru 1.569.000 krónur á mánuði. 

Nöfn og tekjur átján flugumferðarstjóra voru birtar í Tekjublaðinu 2021. Blaðið birtir árlega áætlaðar mánaðartekjur 4.000 einstaklinga víðs vegar á landinu, byggt á álögðu útsvari eins og það birtist í álagningarskrám. 

Flugumferðarstjórar ætla að grípa til vinnustöðvunar

Á Íslandi eru starfandi 149 flugumferðarstjórar. Starf þeirra felst í þrenns konar flugumferðarstjórn; flugturnsþjónustu, aðflugs- og svæðisflugstjórn í flugstjórnarmiðstöð.

Undanfarið hafa staðið yfir kjaraviðræður milli Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia.

Í gær var fundað í um tólf klukkustundir. Ekk­ert sam­komu­lag náðist þrátt fyrir það og ætla flug­um­ferðar­stjór­ar því grípa til vinnu­stöðvun­ar þann 31. ágúst. Ríkissáttasemjari boðaði ekki til nýs sáttafundar í dag en mun líklega gera það á næstu dögum.

Þess ber að geta að helsta krafa flugumferðarstjóra snýr að vinnutíma en flugumferðarstjórn er vaktavinna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert