Gosóróinn myndi falleg mynstur

Síðustu daga hefur gosóróinn farið upp og niður og gosið …
Síðustu daga hefur gosóróinn farið upp og niður og gosið sömuleiðis. mbl.is/Baldur Arnarson

Lítill gosórói hefur verið í eldgosinu í Geldingadölum síðasta sólarhringinn. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Lovísu Mjall­ar Guðmunds­dótt­ur, nátt­úru­vár­sér­fræðings hjá Veður­stofu Íslands, má búast við því að gosóróinn fari þó að hækka hægt og rólega eftir því sem líður á daginn.

Síðustu daga hefur gosóróinn farið upp og niður og gosið sömuleiðis. Lovísa segir mælingar á gosinu hafa myndað fallegt mynstur.

„Gosóróinn fór niður um ellefu í gærkvöldi og miðað við síðustu daga ætti hann að stíga upp í dag og einhver virkni ætti að vera möguleg seinnipartinn í dag eða kvöld,“ segir hún og bætir við að aldrei sé þó alveg hægt að vita hvað gosið tekur upp á.

Þá sýna mælingar að ekki sé um mikla gosmengun að ræða í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert