500 manna viðburðir útfærðir

Svandís Svavarsdóttir fyrir utan Ráðherrabústaðinn.
Svandís Svavarsdóttir fyrir utan Ráðherrabústaðinn. mbl.is/Unnur Karen

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráherra tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum samkvæmt minnisblaði frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. 

Svandís sagði við blaðamenn fyrir utan ráðherrabústaðinn að sóttvarnalæknir hafi lagt margt til. 

  • Nýjar reglur taka gildi á laugardaginn 28. ágúst og munu gilda í þrjár vikur.
  • Breytingar sem samþykktar voru á ríkisstjórnarfundi rétt í þessu eru:
  • Full afköst í líkamsrækt og í sundi, 75% afkastaleyfi afnumið. 
  • 200 manns mega koma saman á hvers konar æfingum og keppnum í íþróttum og sviðslistum. 
  • Eins meters regla fellur á sitjandi viðburðum – áfram gildir grímuskylda. 
  • Leyfilegur hámarksfjöldi gesta á veitingastöðum fer úr 100 í 200 í rými.
  • Leyfi til að halda sitjandi viðburði með allt að fimm hundruð manns, án fjarlægðatakmarkana, verða útfærð með notkun hraðprófa.
  • Áfram verður 200 manna samkomutakmörk almenn regla og reglur um grímuskyldu haldast óbreyttar. 

Svandís og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sögðu við blaðamann mbl.is að skrefin sem nú er verið að taka í tilslökunum á sóttvarnaaðgerðum séu varfærin og í takt við þá stefnu sem lagt var upp með á ríkisstjórnarfundi á Egilsstöðum um temprun smitdreifingar. 

 Fréttin hefur verið uppfærð. 

mbl.is