Tilslakanir kynntar innan skamms

Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir. mbl.is/Unnur Karen

Ríkisstjórnin hefur lokið fundi þar sem tillögur heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknis um næstu skref í sóttvarnaaðgerðum vegna heimsfaraldurs Covid-19 hafa verið samþykktar. 

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði við blaðamenn fyrir utan ráðherrabústaðinn að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra myndi kynna niðurstöður fundarins innan skamms. 

Hann sagði sömuleiðis að um tilslakanir á takmörkunum vegna sóttvarna væri að ræða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert