Hefja framkvæmdir við Fossvogsskóla

Vinnuvélar eru notaðar á svæðinu til þess að rýma fyrir …
Vinnuvélar eru notaðar á svæðinu til þess að rýma fyrir einingarhúsunum, þar sem kennsla mun fara fram. mbl.is/Kristinn Magnússon

Framkvæmdir hófust í morgun við Fossvogsskóla þar sem einingahús verða sett upp fyrir kennslu 1.-4. bekkjar en nemendur halda á meðan til í húsnæði Hjálpræðishersins.

Gröfur voru mættar á svæðið til að rýma fyrir einingarhúsunum sem eru þó einungis bráðabrigðalausn.

Umferð stórra flutningabíla í hverfinu milli 9 og 13 

Eftir að í ljós kom að mygla væri enn til staðar í húsnæði Fossvogsskóla var ákveðið að kennsla haustsins myndi fara fram annarsstaðar en í húsnæði skólans.

Flutningur og uppsetning einingarhúsanna hefst í dag og hefur borgin sagt að búast megi við umferð stórra flutningabíla í nágrenni skólans næstu vikuna á milli klukkan 9 og 13.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í samtali við mbl.is á þriðjudag, í sambandi við endurbætur á húsnæði Fossvogsskóla, að „stóra verkefnið“ væri á áætlun og hann ætti von á að fullhönnun liggi fyrir í næstu viku: „[...] það má segja að tím­inn hafi verið nýtt­ur í fjar­læg­ingu asbests­ins og því er nú lokið,“ sagði hann. 

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert