Skora á Guðna að segja af sér

Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Guðni Bergsson, formaður KSÍ. mbl.is//Hari

Aðgerðarhópurinn Öfgar og forvarnarhópurinn Bleiki fílinn skora á Guðna Bergsson, formann Knattspyrnusambands Íslands að segja af sér.

„Það sjá öll í gegnum öll vel meintu (og vel sömdu) orðin sem hann lét falla í fjölmiðlum því það voru bara innantóm orð,“ segir í yfirlýsingu frá hópunum.

Þá skora hóparnir á stjórn KSÍ að taka mark á þolendum, trúa þeim og taka með þeim skýra afstöðu.

„Við í Öfgum og Bleika fílnum vitum kannski ekki mikið um fótbolta en við erum tilbúnar að aðstoða KSÍ við að standa með þolendum og að hjálpa þeim að móta skýra stefnu á móti ofbeldi. Þrjátíu þúsund iðkendum fylgir mikil ábyrgð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert