Erfiðir samningar en ánægður með báða aðila

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari er að vonum ánægður með samkomulagið sem náðist í kvöld vegna kjaradeilu Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins.

„Ég er mjög ánægður með báða samningaaðila og alla þá vinnu sem þeir lögðu á sig í þessari miklu törn. Þetta voru erfiðir samningar að mörgu leyti en samstarfið var mjög gott á milli samningaaðila og ég er ánægður með það,” segir Aðalsteinn.

Ríkissáttasemjari boðaði til fundarins klukkan 16 í gær og stóð hann yfir í 27 klukkustundir með hléum.

Kjarasamningurinn gild­ir til 1. októ­ber 2023.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert