Rannsaka viðbrögð lögreglu við skotárásinni

Af vettvangi.
Af vettvangi. Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson

Líðan mannsins sem var skotinn af lögreglu eftir skothríð á Egilstöðum að kvöldi síðastliðins fimmtudags er ennþá stöðug.

Málið er eingöngu til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara en hún varðar beitingu lögreglu á skotvopni og þann þátt sem varðar meint brot gegn valdstjórninni.

Engra upplýsinga að vænta frá yfirvöldum

Engar frekari upplýsingar hafa komið frá yfirvöldum um málið að svo stöddu.

„Ekki hefur verið tekin nein ákvörðun um blaðamannafund enda rannsókn málsins á frumstigi og ekki hægt að gefa frekari upplýsingar að svo stöddu,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert