Hjúkrunarfræðingur í gæsluvarðhaldi

lögreglan rannsakar nú ótímabært fráfall sextugrar konu, sem var jafnframt …
lögreglan rannsakar nú ótímabært fráfall sextugrar konu, sem var jafnframt vistmaður á geðdeild spítalans. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Kona á sex­tugs­aldri, sem starfar sem hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítalans, hefur þurft að sæta gæsluvarðhaldi frá því á miðvikudag. Var hún handtekin vegna gruns um manndráp en lögreglan rannsakar nú ótímabært fráfall konu, sem var jafnframt á sex­tugs­aldri og vistmaður á geðdeild spítalans. 

Ágúst Ólafsson, lögfræðingur fjölskyldu konunnar sem lést, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu Rúv

Hann segir að fjölskyldunni sé mikið niðri fyrir. Þau gruni andlát konunnar hafa borið að vegna saknæmrar háttsemi hjúkrunarfræðingsins, en ætli sér ekki að fella neina dóma uns frekari niðurstöður liggi fyrir. 

Beðið er eftir niðurstöðum krufningar og lögreglan segir rannsóknina ganga vel. Talið er hjúkrunarfræðingurinn hafi reynt að troða mat ofan í sjúk­ling með þeim af­leiðing­um að hann kafnaði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert