Leiguverðið 1,2 milljónir mánaðarlega

Húsnæði Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut.
Húsnæði Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Reykjavíkurborg greiðir 1,2 milljónir mánaðarlega fyrir leigu á húsnæði Hjálpræðishersins en þar leggja nemendur í Fossvogsskóla stund á sitt nám vegna skemmda í húsnæði skólans. Nú er unnið að uppsetningu bráðabirgðahúsnæðis á lóð Fossvogsskóla sem verður væntanlega nýtt á meðan viðgerðir á skólanum fara fram. 

Borgin hefur tekið húsnæði Hjálpræðishersins á leigu frá og með 23. ágúst og til og með 17. september næstkomandi með möguleika á framlengingu. 

„Leiga er krónur 1.200.000 á mánuði með inniföldu húsgögnum, hita, rafmagni, þrifum og húsvörslu,“ segir í bréfi frá fjármála og áhættustýringarsviði borgarinnar. 

Börnum ekið til skólahalds í húsnæði Hjálpræðishersins. Nemendur í öðrum …
Börnum ekið til skólahalds í húsnæði Hjálpræðishersins. Nemendur í öðrum til fjórða bekk Fossvogsskóla stunda nú sitt nám þar. mbl.is/Kristinn Magnússon

500 milljónir í viðgerðir dugðu ekki til

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun um stöðuna á Fossvogsskóla á fundi borgarráðs sl. fimmtudag.

„Húsnæðisvanda Fossvogsskóla ætlar seint að linna. Borginni tókst ekki að útvega nothæft húsnæði fyrir kennslu í upphafi skólaárs þrátt fyrir að hafa haft langan tíma til undirbúnings og eytt yfir 500 milljónum í viðgerðir sem dugðu ekki til. Um lengri tíma hefur skólastarf verið í uppnámi. Borgin þarf nú að leita á náðir Hjálpræðishersins sem skýtur skjólshúsi yfir skólastarfið. Enn er óljóst hvenær skólastarf verður með eðlilegum hætti og áframhaldandi óvissa.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert