Gærsluvarðhaldsúrskurðurinn kærður til Landsréttar

Hin látna var vistmaður á geðdeild Landspítalans.
Hin látna var vistmaður á geðdeild Landspítalans. Ómar Óskarsson

Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir hjúkrunarfræðingnum, sem liggur undir grun vegna andláts á Landspítalanum, hefur verið kærður til Landsréttar. Þetta staðfestir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Ekkert liggur fyrir um lengra gæsluvarðhald

Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir konunni rennur út á morgun en Hulda segir enga kröfu um framlengingu á gæsluvarðhaldinu liggja fyrir á þessari stundu. Mar­geir Sveins­son, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, greindi frá því í morgun að konan sætti gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 

Lögregla greindi frá því í gærmorgun að hún hefði til rann­sókn­ar and­lát konu á sex­tugs­aldri sem lést á Land­spít­al­an­um fyrr í mánuðinum. Síðar kom í ljós að hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítalans væri grunaður manndráp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert