Dánartíðni illvígra sjúkdóma lækkar

Æxli við heiladingul fjarlægt.
Æxli við heiladingul fjarlægt. mbl.is/Golli

Illkynja æxli voru algengasta dánarorsök landsmanna í fyrra en dánartíðni illvígustu sjúkdóma hefur lækkað allnokkuð á umliðnum árum að því er fram kemur í umfjöllun um dánartíðni og dánarorsakir í fyrra í Talnabrunni Landlæknis.

Svonefnd aldursstöðluð dánartíðni vegna illkynja æxla var 182 á hverja 100 þúsund íbúa í fyrra. Þá hefur aldursstöðluð dánartíðni vegna hjartasjúkdóma meðal karla lækkað um ríflega 55% frá árinu 1996 en um tæplega 44% hjá konum á sama tímabili. Er það fyrst og fremst talið skýrast af bættum lífsstíl og framförum í læknisfræðilegri meðferð. 

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert