Óvíða hærra hlutfall lækna og hjúkrunarfræðinga

Það er einungis í Noregi og Sviss sem hlutfall lækna …
Það er einungis í Noregi og Sviss sem hlutfall lækna og hjúkrunarfræðinga er hærra en hér á landi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á Íslandi má finna þriðja hæsta hlutfall lækna og hjúkrunarfræðinga innan ríkja OECD. Hæsta hlutfallið má finna í Noregi og það næsthæsta í Sviss. Þetta segir á vef stjórnarráðsins.

OECD tók saman hlutfall lækna og hjúkrunarfræðinga á hverja 1.000 íbúa í 32 ríkjum. Viðmiðunarár OECD fyrir hlutfall lækna er árið 2020 en árið 2019 fyrir hjúkrunarfræðinga.

Samkvæmt samantektinni eru læknar á Íslandi 3.89 á hverja 1.000 íbúa en hjúkrunarfræðingar 15.73 á hverja 1.000 íbúa. Hjúkrunarfræðingar eru því töluvert fleiri.

Betur í stakk búin

Ef aðeins er litið til hlutfalls lækna þá er Ísland hins vegar einungis í 11. sæti á listanum. Samanlagt hlutfall lækna og hjúkrunarfræðinga tryggir Íslandi hins vegar þriðja sætið.

OECD bendir á að ríki með hátt hlutfall bæði lækna og hjúkrunarfræðinga séu betur í stakk búin til að takast á við COVID-19 heimsfaraldurinn.

Samantektina í heild sinni má sjá á vef OECD.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert