Skorar á Katrínu að beita sér í máli Assange

Katrín Jakobsdóttir og Julian Assange.
Katrín Jakobsdóttir og Julian Assange. Samsett mynd

Stjórn Blaðamannafélags Íslands skorar á Katrínu Jakobsdóttur og ríkisstjórn hennar að beita sér fyrir því gagnvart bandarískum stjórnvöldum að málsóknin gegn ástralska blaðamanninum Julian Assange verði felld niður. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá BÍ. 

Þar segir ennfremur, að vaxandi skilningur sé á því víða að málsóknin gegn Assange sé ekki eingöngu aðför gegn einum blaðamanni heldur árás á fjölmiðlafrelsi um allan heim. 

„Ákæran gegn honum jafnar blaðamennsku við njósnir og tók Trump-stjórnin sér það vald að ákæra ástralskan blaðamann fyrir útgáfustarfsemi í Bretlandi, Þýskalandi, Svíþjóð og Íslandi. Assange situr nú í fangelsi í Bretlandi við slæma heilsu þrátt fyrir að hafa ekki hlotið dóm. verði hann framseldur til Bandaríkjanna bíður hanns hámarksrefsing fyrir 18 ákæruliði, sem byggja á fornri þarlendri njósnalöggjöf frá árinu 1917, sem nemur 175 ára fangelsi. Þetta er í fyrsta sinn í bandarískri sögu sem mál er rekið gegn blaðamanni á grunni þessarar löggjafar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert