Staðan á spítalanum fer skánandi

Már Kristjánsson, yf­ir­lækn­ir smit­sjúk­dóma­deild­ar Landspít­al­ans.
Már Kristjánsson, yf­ir­lækn­ir smit­sjúk­dóma­deild­ar Landspít­al­ans. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Már Kristjánsson, yf­ir­lækn­ir smit­sjúk­dóma­deild­ar Landsspít­al­ans, segir stöðuna á spítalanum tvímælalaust að vænkast hvað varðar innlagnir Covid-sjúklinga. Hann segist vongóður um stöðu faraldursins og að núna sé hægt að sjá hvað það þýðir að lifa með veirunni.

„Ég held að við séum að sjá það núna hvað það þýðir að lifa með veirunni. Þeir sem eru að greinast í gær eru væntanlega að endurspegla einhvern raunveruleika sem var fyrir fjórum til sex dögum áður en þeir greinast,“ segir Már.

„Það er alltaf fullt af fólki sem er úti í samfélaginu sem er ógreint fyrir utan sóttkvíar og það segir mér að það verður svona stöðugt framboð á þessu en samt með hallatölu niður á við, vonandi.“

Munur á alvarleika veikinda

Hann segir vera mikinn mun á alvarleika veikinda hjá þeim sem eru óbólusettir og bólusettir.

„Hins vegar þegar þú ert bólusettur og færð þetta þá færðu samt nefkvefið, hálsbólguna, hálssærindin, þreytuna og bragð- og lyktarskynsmissinn. Það er samt ólíklegra að það verði alvarlegra.“

Már segir það alltaf erfitt fyrir starfsfólk þegar fráföll verða af völdum Covid-19. 

Sjúkdómurinn er ólíkindatól og í sumum einstaklingum þá verður svona mikil bólgusvörun, þrátt fyrir að einstaklingur sé með ónæmisvar, þrátt fyrir þau lyf sem við höfum úr að moða að þá gerist þetta.“

Már bendir þá á að þetta fyrirbæri sé ekki óþekkt meðal kórónaveira. 

„Það eru einstaklingar á Íslandi sem hafa látist af völdum kórónuveira sem ekki eru SARS-kórónaveira og þar eru jafnvel aldraðir einstaklingar, þrátt fyrir að vera búnir að fá kvef og hefðu átt að vera með mótefnasvar gegn þessu. Það er eitthvað í kórónuveirunni þegar hún kemur í suma einstaklinga sem veldur þessu ofboðslega bólgusvari í lungum sem að ræðst ekki við.“

Segist ekki hafa sérstakar áhyggjur af nýjum afbrigðum

„Ég er ekki að segja að það geti ekki komið upp en ég hef engar sérstakar áhyggjur af því,“ svarar Már, spurður hvort hann hafi áhyggjur af nýjum afbrigðum Covid-19.

„Ég held að líkurnar á því í landi eins og Íslandi, að þær minnki með hverjum deginum sem líður. Einfaldlega vegna þess að ég held að griðastaðir veirunnar verða alltaf færri og færri.“

Hann segir hins vegar meira tilefni til að hafa áhyggjur af nýjum afbrigðum á alheimsvísu. 

„Ég er þó ekki áhyggjufullur þannig lagað, ég held að þetta sé á góðri leið allt saman.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert