Þjóðhagsráð fundaði um réttlát umskipti

Síðasti fundur þjóðhagsráðs á kjörtímabilinu var haldinn í dag.
Síðasti fundur þjóðhagsráðs á kjörtímabilinu var haldinn í dag. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Réttlát umskipti í vegferðinni í átt að kolefnishlutlausu samfélagi voru tekin fyrir í dag á síðasta fundi þjóðhagsráðs á þessu kjörtímabili.

Þetta kemur fram í tilkynningu Stjórnarráðs Íslands.

Guy Ryder, framkvæmdastjóri Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO), hélt erindi á fundinum þar sem hann fjallaði meðal annars um hugtakið réttlát umskipti í alþjóðlegu samhengi og vinnu ILO á þessu sviði.

Richar Lochhead, ráðherra réttlátra umskipta og vinnumarkaðsmála í Skotlandi, og Jim Skea, prófessor við Imperial College London og formaður nefndar skoskra stjórnvalda um réttlát umskipti, voru einnig sérstakir gestir fundarins. Ræddu þeir meðal annars um reynslu Skota af verkefnum tengdum réttlátum umskiptum.

„Það er mikilvægt að allar aðgerðir okkar gegn loftslagsvánni tryggi um leið jöfnuð og réttlæti. Til þess að svo megi verða þurfa allir að vinna saman, í ólíkum geirum og ólíkum landshlutum. Við erum með skýra sýn og aðgerðaáætlun um hvernig við ætlum að draga úr losun en við þurfum einnig að setja niður félagslegar og efnahagslegar aðgerðir til að ná markmiðum okkar um réttlát umskipti," er haft eftir Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert