Fleiri óku til vinnu en færri tóku strætó

Fleiri óku en hjóluðu í sumar.
Fleiri óku en hjóluðu í sumar. mbl.is/Árni Sæberg

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu notuðu einkabílinn meira við að fara til og frá vinnu í sumar en í febrúar og júní í fyrra. Þeir sem fóru á einkabílnum sem bílstjórar voru 88,2% í sumar en 82,9% í fyrrasumar. Þeir sem hjóluðu til og frá vinnu í sumar (27,7%) voru einnig færri en þeir sem hjóluðu í júní í fyrra (33,8%).

Færri (21,1%) tóku strætó til og frá vinnu í sumar en í fyrrasumar (22,5%) og enn færri en í ágúst 2019 (26,2%). Þá vekur athygli að 8,5% kváðust hafa notað rafhlaupahjól til ferða til og frá vinnu í sumar.

Graf/mbl.is

Niðurstöður könnunar um ferðavenjur íbúa á höfuðborgarsvæðinu til og frá vinnu voru kynntar á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar 1. september. Fulltrúar bókuðu mikið.

Maskína gerði könnunina fyrir borgina dagana 3.-30. júní í sumar. Hún var gerð á netinu og voru svarendur 1.571 talsins. Svarendur voru vinnandi fólk af öllu höfuðborgarsvæðinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Við úrvinnslu voru gögnin vegin til samræmis við tölur Hagstofunnar þannig að hópurinn endurspeglaði þjóðina út frá kyni, aldri og búsetu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert